Handbolti

Stefán Rafn bætist í hóp Íslendinga hjá Aalborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Rafn í búningi Aalborg.
Stefán Rafn í búningi Aalborg. mynd/heimasíða aalborg
Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska handboltaliðið Aalborg.

Stefán Rafn kemur frá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen þar sem hann hefur spilað frá 2012. Hornamaðurinn öflugi hefur fengið fá tækifæri með Löwen en hann hefur barist um stöðu vinstri hornamanns við Uwe Gensheimer, fyrirliða þýska landsliðsins.

Gensheimer er á förum til Paris Saint-Germain eftir tímabilið en annar íslenskur landsliðsmaður, Guðjón Valur Sigurðsson, var fenginn í hans stað.

Hjá Aalborg hittir Stefán fyrir tvo Íslendinga, þjálfarann Aron Kristjánsson og Arnór Atlason, samherja sinn í íslenska landsliðinu.

Stefán þekkir Aron vel en hann spilaði undir hans stjórn, bæði hjá Haukum og íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×