Innlent

Stefán Karl fullur jákvæðni og bjartsýni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Stefán Karl hefur undanfarin ár getið sér gott orð fyrir græna fingur.
Stefán Karl hefur undanfarin ár getið sér gott orð fyrir græna fingur. Vísir/Andri Marinó
Stefán Karl Stefánsson leikari er farinn heim af spítala í nokkurra daga leyfi áður en hann gegnst undir skurðaðgerð. Búið er að staðsetja meinið og virðist það skurðtækt. Þessu greinir leikarinn frá í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 

Stefán segist vera á leið heim í nokkurra daga leyfi áður en hann fer í aðgerð þann 4. október. Dagsetningin hefur persónulegt gildi fyrir hann og telur hann það happamerki. 

„Fer nú heim í leyfi í nokkra daga fram að aðgerð sem verður 4 október sem er einmitt skírnardagurinn minn, fæðingardagur föðurafa míns og giftingardagur foreldra minna, heppilegri dag er ekki hægt að finna,“ skrifar Stefán.

Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Stefán Karl hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda. Ritstjórn ræddi í kjölfarið við eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, og var batakveðjum til Stefáns komið á framfæri fyrir hönd fréttastofu 365.

Hann segir að kveðjur sem honum hafi borist hafi hjálpað honum mikið og að hann sé fullur jákvæðni og bjartsýni.

„Kveðjur ykkar um bata styrk og bænir hafa hjálpað mér ótrúlega mikið að taka á þessu áfalli sem mun án efa breyta lífi mínu til frambúðar. Ég er hinsvegar fullur af jákvæðni og bjartsýni og tek ekki annað í mál en að koma eftir hlé og láta ykkur hlægja ennþá meir en fyrir hlé.“ 


Tengdar fréttir

Stefán Karl alvarlega veikur

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Stefán Karl Stefánsson, er mjög alvarlega veikur og var lagður inn á sjúkrahús um helgina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×