Innlent

Stefán Eiríksson ráðinn sviðsstjóri velferðarsviðs

Samúel Karl Ólason skrifar
Stefán Eiríksson, verðandi sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Stefán Eiríksson, verðandi sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Stefán
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ráða Stefán Eiríksson, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, sem sviðsstjóra velferðarsviðs. Stefán hefur störf þann 1. september næstkomandi. Hann var talinn uppfylla best allra umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til sviðsstjóra velferðarsviðs.

Í samtali við Vísi segir Stefán að nýr vettvangur leggist vel í hann.

„Þetta er krefjandi verkefni og spennandi. Þarna vinnur mikið af hæfileikaríku fólki veit ég sem að verður gaman að vinna með á komandi árum,“ segir Stefán.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að Stefán búi yfir leiðtogareynslu og hafi farsæla reynslu af stjórnun hjá hinu opinbera til margra ára.

„Í starfi sínu sem lögreglustjóri hefur Stefán leitt farsællega sameiningu þriggja stórra lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu og komið að fjölmörgum verkefnum á sviði velferðarmála, m.a. í samvinnu við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna verkefni sem snúa að útgangsfólki í Reykjavík og tilraunaverkefni með Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.

„Stefán lauk embættispróf í lögfræði (Cand.jur) frá Háskóla Íslands í febrúar 1996 og hdl. 1997.  Hann hefur sótt fjölmörg námskeið, sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi og verið fyrirlesari  á ýmsum vettvangi, m.a. í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×