Innlent

Starfsmönnum sagt upp vegna minni framlaga frá ríkinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samgöngustofa ræðst í skipulagsbreytingar sem fela í sér uppsagnir á starfsfólki. Þórólfur Árnason er forstjóri Samgöngustofu.
Samgöngustofa ræðst í skipulagsbreytingar sem fela í sér uppsagnir á starfsfólki. Þórólfur Árnason er forstjóri Samgöngustofu. Vísir/Anton
Uppsagnir hjá Samgöngustofu eru liður í skipulagsbreytingum sem ráðist er í vegna minni framlaga til stofnunarinnar á fjárlögum en gert var ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Fjárheimildir í fjárlögum ársins 2015 til reksturs Samgöngustofu eru þrengri en áður hafði verið gert ráð fyrir,“ segir í tilkynningunni. Auka á samhæfingu og áherslu á enn betri nýtingu mannauðs og verkferla.

Þar segir einnig að Vinnumálastofnun og trúnaðarmönnum stéttarfélaga verið tilkynnt um uppsagnirnar en um er að ræða fækkun um þrettán stöðugildi.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×