Erlent

Starfsmönnum dýragarðsins í Kaupmannahöfn hótað lífláti

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Starfsmönnum dýragarðsins í Kaupmannahöfn hafa borist fjöldi líflátshótana eftir að gíraffanum Maríusi var lógað í gær. Hótanirnar eru ansi grófar og barst talsmanni dýragarðsins, Tobias Stenbaek Bro, meðal annars hótun í tölvupósti þar sem fram kemur að börn hans og annarra starfsmanna dýragarðsins ættu að vera drepin eða greinast með alvarlegan sjúkdóm. Hótanirnar hafa bæði borist símleiðis sem og í tölvupósti og hafa hundruðir manna skrifað á Facebook síðu dýragarðsins.

Þúsundir manna skrifuðu undir lista þar sem yfirvöld voru hvött til að þyrma lífi Mariusar en þrátt fyrir það var gíraffinn skotinn í höfuðið og gefinn ljónunum.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli víðsvegar um heiminn og eru dýraverndunarsinnar æfir yfir þessari uppákomu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×