Innlent

Starfsmenn sýslumanns áfram óánægðastir: „Það er rosalegt álag hérna“

Bjarki Ármannsson skrifar
Örtröð hefur oft myndast í afgreiðslu sýslumannsins við Dalveg í Kópavogi.
Örtröð hefur oft myndast í afgreiðslu sýslumannsins við Dalveg í Kópavogi. Vísir/Vilhelm
Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hafnar í neðsta sæti starfsánægjukönnunar SFR annað árið í röð. Trúnaðarmaður hjá sýslumanni segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart enda sé álagið á starfsfólki ekki boðlegt.

Starfsmenn 142 ríkisstofnana voru í janúar og febrúar spurðir um ánægju sína og voru niðurstöðurnar kynntar fyrr í mánuðinum. Starfsmenn Héraðsdóms Suðurlands reyndust ánægðastir en óánægðastir, annað árið í röð, reyndust starfsmenn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Embættið fékk sérstaklega lágar einkunnir í flokkunum stjórnun, vinnuskilyrði, ímynd stofnunar og launakjör, en í síðastnefnda flokknum gáfu starfsmenn einkunnina 1,71 af fimm.

Sjá einnig: Starfsóánægja kemur ráðherra á óvart

Cilia Marianne Úlfsdóttir er starfsmaður hjá ökuskírteina og vegabréfadeild sýslumanns og trúnaðarmaður SFR. Hún segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart.

„Það er kominn maí 2016 og við erum ekki enn flutt,“ segir Cilia.Vísir/Anton Brink
„Það er rosalegt álag hérna,“ segir Cilia. „Fólk er að bíða hérna eins og kindur í rétt, stundum. Bæði við starfsfólkið og þeir sem við erum að afgreiða erum orðin þreytt.“

Greint var frá því fyrr í mánuðinum að langar raðir myndast reglulega við afgreiðslu sýslumanns við Dalveg í Kópavogi. Fólk hefur lent í því að bíða í tvo klukkutíma eftir afgreiðslu.

Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varð til við sameiningu árið 2015. Embættið hefur þannig lent í neðsta sæti könnunarinnar bæði árin sem það hefur verið til.

Var brugðist við þessum sömu niðurstöðum í fyrra?

„Það er náttúrulega verið að vinna í því að flytja okkur í nýtt húsnæði,“ segir Cilia. „En við erum búin að heyra það svolítið lengi, eiginlega bara frá því sameiningunni, að það fari að koma að því. Það er kominn maí 2016 og við erum ekki enn flutt.“


Tengdar fréttir

Afgreiðslu lokað með 100 á bið

Fólk er í röð fyrir utan skrifstofu sýslumanns við opnun til að sækja um vegabréf. Tæplega hundrað biðu við lok dags í gær og var þá ákveðið að loka afgreiðslu. Starfsfólk örþreytt en ekki fjárheimild til að ráða fleiri.

Starfsóánægja kemur ráðherra á óvart

Utanríkisráðuneytið er neðst ráðuneyta í niðurstöðum starfsánægjukönnunar SFR, Stofnun ársins. Launakjör eru sögð lök og ímynd slæm. Ráðherra segir niðurstöðurnar koma að nokkru leyti á óvart en þó hafi ráðuneytið ekki fe




Fleiri fréttir

Sjá meira


×