Innlent

Starfsmenn og stjórn Faxaflóahafna sigla til Færeyja

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Faxaflóahafna og Þórshafnar í Færeyjum sem snýst um að Íslendingar og Færeyingar skiptast á að sigla á milli landanna á þessari skútu.
Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Faxaflóahafna og Þórshafnar í Færeyjum sem snýst um að Íslendingar og Færeyingar skiptast á að sigla á milli landanna á þessari skútu. Faxaflóahafnir
Starfsmenn og stjórnarmenn Faxaflóahafna munu sigla á aldargamalli seglskútu á milli Færeyja og Íslands í lok maí og byrjun júní. Siglingin er hluti af menningarsamstarfi Faxaflóahafna og Þórshafnar í Færeyjum. Þetta verður í annað sinn sem siglt er samkvæmt samstarfinu en skútan kom fyrst til Íslands árið 2010.



Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að sæti á skipinu hafi verið auglýst innan fyrirtækisins og stjórnar þess. „Við þurfum að vera með réttindamenn, þannig við getum ekki tekið hvern sem er. Það þurfa að vera skipstjórar með réttindi í hópnum,“ segir hann. „Flestir eru starfsmenn Faxaflóahafna. Ætli það séu ekki fjórir eða fimm úr stjórn eða varastjórn.“



Samkomulag um siglinguna var undirritað árið 2011 en síðan þá hefur skútan siglt einu sinni á milli landanna tveggja. Samningurinn kveður á um að báðir aðilar skuldbinda sig til að greiða að minnsta kosti 70 þúsund danskar krónur, jafnvirði 1,4 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins, til ferðarinnar.



Um borð í skipinu ver fram fræðsla um skútuöldina í Færeyjum og á Íslandi auk þess sem veitt er fræðsla um siglingu seglskipa, að því er segir í samstarfssamningnum.

Uppfært klukkan 16.01. Ranglega var sagt að ferðin væri í lok aprílmánaðar fyrst þegar fréttin birtist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×