Erlent

Starfsmenn HSBC reknir fyrir að gera grín að aftökum ISIS

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Líktu eftir aftökumyndböndum Íslamska ríkisins á hópeflisdegi bankans.
Líktu eftir aftökumyndböndum Íslamska ríkisins á hópeflisdegi bankans. Vísir/AFP
Breski bankinn HSBC hefur rekið sex starfsmenn eftir að þeir hermdu eftir aftökumyndbandi Íslamska ríkisins á hópeflisdegi í bankanum.

Talsmaður bankans segir að í myndbandinu hafi starfsmennirnir sést með lambhúshettur, haldandi á gervihnífi að hálsi eins sem var klæddur í appelsínugulan samfesting.

Starfsmennirnir birtu myndbandið á samskiptasíðunni Instagram en þaðan hefur því síðan verið eytt.

Í myndbandinu er líkt eftir aftökuaðferðum Íslamska ríkisins sem hafa tekið yfir þrjú þúsund manns af lífi í Sýrlandi síðan hópurinn lýsti yfir stofnun Khalífadæmis í Sýrlandi og Írak. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×