FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 07:35

Kannabisrćktun stöđvuđ í Ţingahverfi

FRÉTTIR

Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpiđ ítrekađ hafa „skapađ óöryggi og valdiđ streitu“

 
Innlent
09:44 20. MARS 2017
Úr verslun ÁTVR.
Úr verslun ÁTVR. VÍSIR/GVA

Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak.

Í umsögn sem starfsmannafélagið hefur skilað inn til Alþingis segir að starfsmenn ÁTVR „séu langþreyttir á umræðu um afnám einkaréttarins, sem ítrekað hefur skapað óöryggi og valdið streitu.“

Þá segir í umsögninni að ljóst sé að stórum hluta af þeim 450 manns sem starfa hjá ÁTVR verði sagt upp nái frumvarpið fram að ganga „enda væri áfengissala ríkisins þar með úr sögunni. Það sem starfsfólki ÁTVR gremst þó einna helst eru eilífar rangfærslur í umræðunni og vanþekking og virðingarleysi gagnvart því mikilvæga starfi sem það vinnur í þágu lýðheilsu í landinu.“

Að mati starfsmanna ÁTVR er tímabært að þingmenn taki málið af dagskrá „enda er ljóst að það er í algjörri andstöðu við niðurstöður allra rannsókna helstu sérfræðinga um skaðleg áhrif áfengisneyslu, sem mæla staðfastlega með ríkissölu áfengis.“

Starfsmennirnir vísa jafnframt í skoðanakannanir sem sýnt hafa andstöðu meirihluta þjóðarinnar við frumvarpið:

„Andstaða almennings við frumvarpið virðist aukast jafnt og þétt og rímar vð upplifun starfsmanna Vínbúðanna, sem hafa fundið fyrir mikilli velvild viðskiptavina sem er mörgum hverjum heitt í hamsi vegna tillagna um afnám einkasölunnar.“

Í umsögninni segir að starfsmenn ÁTVR taki hlutverk sitt alvarlega. Þeir leggi sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð „á sama tíma og áhersla er lögð á vandaða þjónustu við viðskiptavini.“

Umsögnina má lesa í heild sinni hér en frumvarpið hefur nú farið í gegnum 1. umræðu á þingi og er nú komið til allsherjar-og menntamálanefndar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpiđ ítrekađ hafa „skapađ óöryggi og valdiđ streitu“
Fara efst