Erlent

Starfsmaður Google lést í snjóflóði á Everest

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dan Fredingburg í grunnbúðum Everest í gær.
Dan Fredingburg í grunnbúðum Everest í gær. Mynd/Instagram
Dan Fredinburg, framkvæmdastjóri hjá Google, var á meðal þeirra 13 sem létust í grunnbúðum Everest eftir að snjóflóð féll á búðirnar í kjölfar jarðskjálftans í Nepal á laugardag.

Fredinburg var verkfræðingur og ætlaði að klífa Everest ásamt þremur vinnufélögum sínum. Hann lýsti sjálfum sér sem ævintýramanni, ekki fjallgöngugarpi.

Systir Fredinburg, Megan, setti mynd á Instagram-síðu hans á laugardag. Í texta sem hún skrifar við myndina upplýsir hún að bróðir hennar hafi látist af völdum höfuðáverka sem hann hlaut er snjóflóðið féll á búðirnar.

Samstarfsmenn Fredinburg lifðu snjóflóðið af, að því er segir í yfirlýsingu frá Google. Í henni kemur jafnframt fram að fyrirtækið ætli að leggja eina milljón bandaríkjadala í neyðaraðstoð vegna skjálftans.


Tengdar fréttir

Börnin skelkuð en heil á húfi

Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal segir að það hafi verið afar erfitt að ná ekki sambandi við heimilið eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í dag.

Tugir þúsunda á vergangi í Nepal

Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×