Erlent

Starfsmaður breska sendiráðsins í Beirút fannst látin við hraðbraut

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rebecca Dykes hafði starfað í Beirút í Líbanun síðan í janúar á þessu ári.
Rebecca Dykes hafði starfað í Beirút í Líbanun síðan í janúar á þessu ári. Vísir/afp
Rebecca Dykes, starfsmaður breska sendiráðsins í Beirút í Líbanon, fannst látin í gær. Hafði hún verið kyrkt og fannst lík hennar í vegarkanti við hraðbraut, samkvæmt frétt á vef BBC. Lögreglan í Líbanon rannsakar nú málið.

Samkvæmt frétt Guardian voru engin skilríki á Rebeccu Dykes þegar hún fannst látin við Metn hraðbrautina sem liggur í norðurátt frá Beirút. Er talið að hún hafi látist um klukkan fjögur, aðfaranótt laugardags. Er talið að hún hafi farið út að skemmta sér með vinum á kaffihúsi og yfirgefið staðinn ein í kringum miðnætti.  

Hugo Shorter, sendiherra Breta í Líbanon, vottaði fjölskyldu, vinnum og vinnufélögum hennar samúð á Twitter í dag. „Allir í sendiráðinu eru í miklu áfalli og miður sín yfir þessum fréttum,“ skrifaði hann meðal annars. Kom þar fram að sendiráðið aðstoði lögreglu við rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×