fréttamaður

Þórhildur Erla Pálsdóttir

Þórhildur er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ýtni fótboltapabbinn fer víða

Milljónir manna hafa séð myndband af ýtnum fótboltapabba. Myndbandið er frá fótboltaleik þar sem strákar undir átta ára aldri etja kappi. Pabbi markmannsins, Phil Hatfield, hjá öðru liðinu hafði ákveðið að vera hjá markinu og var að hvetja son sinn áfram. Það var hins vegar ekki nóg því hann ákvað að ýta stráknum sínum til þess að koma í veg fyrir mark.

Braggablús og hækkun vaxta í Víglínunni

Borgin hefur verið á braggablús undanfarnar vikur þar sem mikið hefur verið rætt um kostnað við endurbyggingu bragga og nokkurra samtengdra húsa frá stríðsárunum við Reykjavíkurflugvöll.

Notaði samfélagsmiðla á meðan árásinni stóð

Árásarmaðurinn sem skaut 12 til bana síðastliðinn miðvikudag notaði samfélagsmiðla á meðan að árásin stóð yfir. Hann skrifaði meðal annars um andlegt ástand sitt og efaðist um hvort að fólk myndi trúa því að hann væri heill á geði.

Fimm látnir vegna skógarelda í Kaliforníu

Að minnsta kosti fimm eru látnir af völdum gríðarlegra skógarelda sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníu. Þúsundir bygginga hafa einnig orðið eldinum að bráð en eldurinn fer hratt yfir. Yfir 150.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd.

Fjordvik komið til Keflavíkur

Sementsskipið Fjordvik er komið í viðlegu í Keflavíkurhöfn og verið er að binda það. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að allt hafi gengið vel enda voru þeir sem stóðu að flutningnum miklir fagmenn.

Hundruðir halda áfram ferð sinni að landamærunum

Um fimm hundruð flóttamanna héldu í dag frá Mexíkóborg í átt að landamærum Bandaríkjanna. Þúsundir bíða enn færis til þess að komast yfir. Hópurinn byrjaði á því að taka neðanjarðarlest nyrst í borgina og fóru svo gangandi með fram hraðbraut í lögreglufylgd.

Fjordvik laust af strandstað

Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.