Blaðamaður

Sigurður Mikael Jónsson

Sigurður Mikael er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis.

Í kapphlaupi við að gera völlinn leikhæfan

Veður hefur tafið framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll í Ólafsvík. Víkingur Ólafsvík er í kapphlaupi við tímann um að koma vellinum í stand fyrir fyrsta heimaleik tímabilsins. Framkvæmdastjórinn er bjartsýnn á að það takist en hefur gert ráðstafanir fari svo að það gangi ekki eftir.

Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi

„Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess.

350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli

Trúnaði af samkomulagi Ríkisútvarpsins við útgerðarfyrirtæki árið 2009 aflétt. Samið um meiðyrðamál utan dómstóla. RÚV greiddi FiskAra ehf. 350 þúsund krónur, fyrirtækið beðið afsökunar og leiðrétting birt á rangri frétt.

Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna

Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára.

Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi

Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið.

Margir í áfalli eftir stórbruna

Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli.

Sjá meira