Fréttamaður

Sighvatur Jónsson

Sighvatur vinnur fréttir fyrir Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna.

Nýjustu greinar eftir höfund

Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu

Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný.

Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin

Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum.

Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda.

Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar

Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun.

Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar

Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna.

Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni

Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar.

Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands

Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári.

Sjá meira