Ólöf Skaftadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Aukið eftirlit með kafbátum við Ísland til að vernda fjarskiptaöryggi

Ísland veitir gistiríkisstuðning vegna kafbátaeftirlits bandalagsríkja sem farið hefur fram við Ísland frá árinu 2014 vegna aukinnar umferðar kafbáta í kringum Ísland. Fram hafa komið vísbendingar þess efnis að rússneskir kafbátar hafi komið sér fyrir nálægt sæstrengjum sem liggja frá landinu.

Netverslunarfrumvarp Hildar flaug í gegnum fyrstu umræðu í þinginu

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir umdeildu lagafrumvarpi um netverslun með áfengi í kvöld sem var svo ekkert deilt um. Frumvarpið heimilar netverslun með áfengi. Málið fer nú fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Von Hildar stendur til þess að loksins muni mál tengt auknu frelsi með áfengi ekki daga uppi í nefnd.

Þórdís Lóa hafði betur í fyrsta prófkjöri Viðreisnar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörinn oddviti Viðreisnar í nýafstöðnu prófkjöri flokksins. Hún hafði betur gegn nöfnu sinni, Þórdísi Jónu Sigurðardóttur. Greint var frá niðurstöðunum í prófkjörsveislu Viðreisnar rétt í þessu.

Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni

„Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur.

Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið.

Prófkjörsslagur Innherja: Þórdís Jóna og Þórdís Lóa bítast um fyrsta sætið

Nöfnurnar og flokkssysturnar Þórdís Jóna Sigurðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sitjandi oddviti Viðreisnar í borginni, heyja nú baráttu um oddvitasætið í fyrsta prófkjöri Viðreisnar sem fram fer dagana 4.-5. mars. Þórdís Lóa er gjarnan kölluð Lóa og verður kölluð það í greininni, til að aðgreina frambjóðendur.

Sjá meira