fréttamaður

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

Bára er fréttamaður á Fréttablaðinu og sér um Skoðanir.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leyfa nú myndatöku með dróna

Sænska þingið hefur breytt lögum þannig að frá og með 1. ágúst þurfa fyrirtæki og einstaklingar ekki sérstakt leyfi til að nota dróna með eftirlitsmyndavélum. Tekið er fram að þeir sem noti dróna til að taka myndir verði að gæta að persónuvernd.

Telja sig tapa á fórnarlömbum

Yfirvöld í Lundúnum hafa keypt 68 íbúðir í lúxusfjölbýlishúsi á Kensington Row fyrir þá sem misstu húsnæðið í eldsvoðanum í Grenfell-turninum. Nokkrir íbúar á Kensington Row eru ósáttir og segja þetta draga úr virði íbúða sinna.

Flassarar fái þyngri refsingu

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pape Poulsen, segir það skjóta skökku við að sá sem berar sig fyrir framan aðra fái vægari refsingu en sá sem birtir myndir úr eftirlitsmyndavél af viðkomandi. Hann vill að flassarar fái þyngri refsingu.

Gagnrýna sölu njósnabúnaðar

Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega að dönsk yfirvöld hafi gefið leyfi fyrir sölu á tæknibúnaði til Sádi-Arabíu, Óman og Katar sem gerir viðkomandi yfirvöldum kleift að njósna um heilar þjóðir á netinu, að mati sérfræðings við Berkeley-háskólann í Bandaríkjunum.

Fleiri kæra nauðganir

Kærum vegna nauðgana í Svíþjóð hefur fjölgað um 16 prósent það sem af er þessu ári frá því í fyrra.