fréttamaður

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

Bára er fréttamaður á Fréttablaðinu og sér um Skoðanir.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reisa blokkir fyrir fráskilda

Norskt byggingafyrirtæki hyggst reisa fjórar íbúðablokkir í Ósló sem ætlaðar eru foreldrum sem hafa skilið og börnum þeirra. Rými fyrir börnin, með svefnherbergjum, baði og gangi, verður mitt á milli íbúða foreldranna.

Kæra hækkun sykurskatts

Samtök atvinnulífsins í Noregi hafa kvartað undan fyrirhugaðri 83 prósenta hækkun á sykurskatti til ESA. Fyrirtæki í matvælaiðnaði telja hækkunina stríða gegn EES-samningnum en norska fjármálaráðuneytið er á annarri skoðun.

Handtaka fyrrverandi forseta fyrirskipuð

Cristina Fernández de Kirchner, fyrrverandi Argentínuforseti, er sökuð um að hafa hylmt yfir meinta aðild Írana að hryðjuverkaárás í Búenos Aíres til að tryggja hagstæða viðskiptasamninga.

Skólum breytt eftir barnaníð

Breytingar hafa verið gerðar á öllum leikskólum í Kristianstad í Svíþjóð eftir að í ljós kom árið 2015 að barnaníðingur, sem starfað hafði á 26 leikskólum í afleysingum, hafði beitt um 20 börn á aldrinum eins til þriggja ára ofbeldi.

Lúxuslíf fyrir málaskólafé

Foreldrar danskrar stúlku greiddu danska fyrirtækinu EF Education First nær 15 þúsund danskar krónur, eða um 240 þúsund íslenskar krónur, fyrir 10 daga dvöl í málaskóla í München í Þýskalandi.

Mega krefjast bólusetninga

Skólayfirvöld eru í fullum rétti þegar þau gera bólusetningar að skilyrði fyrir skólavist barna. Þetta hefur stjórnlagadómstóll Ítalíu úrskurðað.

Hleðslustöð í alla ljósastaura

Stjórnmálamenn í hverfinu Wandsworth í London segja að þar sem bresk yfirvöld hafi boðað að hætta eigi sölu dísil- og bensínbíla í Bretlandi árið 2040 þurfi að skipuleggja rafbílavæðinguna fyrirfram og koma til móts við kaupendur rafbíla.

Vill kjósa á ný um Brexit

Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðar­atkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu.

Pólverjar þurfa meira vinnuafl

Þörf er fyrir fleiri vinnandi hendur í Póllandi um þessar mundir, einkum í byggingariðnaði, félagslegri þjónustu og heilbrigðiskerfinu. Efnahagslífið blómstrar og atvinnuleysið hefur sjaldan verið minna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins.

Sjá meira