Fréttamaður

Hersir Aron Ólafsson

Hersir er dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fengu dvalarleyfi eftir sporlaust hvarf fjölskylduföðurins

Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars.

Borga umsækjendum fyrir að hætta við

Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.

Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar

Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra.

Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur

Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi.

Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun

Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar.

Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli

Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni.

Haldlögðum munum fargað hjá lögreglu

Dæmi er um að verðmætum munum í eigu sakbornings hafi verið fargað í geymslu lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu breytti verklagi sínu eftir að úr og skartgripir hurfu í vörslum hennar árið 2013, en ekki liggur fyrir hvaða breytingar voru gerðar.

Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virði

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að hætta skuli rannsókn á hvarfi verðmætra persónulegra muna úr geymslum lögreglu. Munirnir voru haldlagðir við húsleit hjá eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Lögmaður mannsins segir verðmæti munanna skipta milljónum og gagnrýnir rannsókn á meintum þjófnaði lögreglunnar harðlega.

Sjá meira