Fréttamaður

Hersir Aron Ólafsson

Hersir er fréttamaður í Kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lýsir áhyggjum yfir atvinnuleysi háskólamenntaðra

Stóraukin aðsókn er í Háskóla Íslands í haust á sama tíma og formaður BHM lýsir áhyggjum yfir atvinnuleysi háskólamenntaðra. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, þvertekur fyrir að of margir Íslendingar fari í háskólanám, þó skoða mætti að velja í auknum mæli inn í nám.

Vongóð um lendingu í byrjun næstu viku

Oddviti Vinstri Grænna er vongóð um að lending náist í meirihlutaviðræðum í Reykjavík í byrjun næstu viku. Áfram verður fundað um helgina, en oddviti Viðreisnar segir samstöðu ríkja um helstu málefni.

Tilnefning Braga stendur

Velferðarráðuneytið sætir harðri gagnrýni fyrir rannsókn sína á meintum afskiptum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum hjá barnaverndarnefndum. Þetta kemur fram í úttekt sem kynnt var í morgun. Bragi segir niðurstöðuna mikinn létti, en framboði hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna verður haldið til streitu.

„Þetta var bara einfaldlega ekki nóg“

Ljósmæður felldu nýjan kjarasamning við íslenska ríkið í atkvæðagreiðslu sem lauk í nótt með miklum meirihluta. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir samninginn einfaldlega ekki nógu góðan.

Lærði að fara út úr líkamanum

Kona sem beitt var grófu ofbeldi af foreldrum sínum í æsku segir skömm og niðurrif hafa fylgt sér alla tíð síðan. Það hafi tekið hana mörg ár að fullvissa sig um að hún væri í raun einhvers virði. Hún segir það krefjandi að vera til í samfélagi þar sem fólk skilur ekki.

Grafarþögn í Kópavogi

Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra.

Sjá meira