Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín er fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríkisráð kom saman á Bessastöðum

Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun.

Kostnaður vegna snjómoksturs vanáætlaður undanfarin ár

Kostnaður vegna snjómoksturs og vetrarþjónustu hefur verið vanáætlaður í Reykjavíkurborg undanfarin ár. Síðan 2014 hefur kostnaður að meðaltali farið ríflega 280 milljónum fram úr því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Borgarstjóri segir að finna þurfi rétta milliveginn.

„Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“

Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum.

Sumarhús brann til kaldra kola

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning upp úr klukkan sex í morgun um alelda bústað en það var fólk í sumarbústað í nágrenninu sem tilkynnti um eldinn.

Kalla líklega eftir viðbrögðum helstu braggastjórnenda

Líklega verður kallað eftir viðbrögðum helstu stjórnenda sem komu að braggamálinu fljótlega á nýju ári að sögn formanns borgarráðs. Ekki liggur fyrir sem stendur hvort leigusamningur við Háskólann í Reykjavík verði endurskoðaður.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.