Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín er fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Það liggur mikið undir og margt í húfi“

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa verulegar áhyggjur af boðuðum niðurskurði á fjárframlögum til aðildarfélaga. Að óbreyttu mun niðurskurðurinn bitna á þjónustu að sögn framkvæmdastjóra samtakanna en rammasamningur um hjúkrunar- og dvalarrými rennur út um áramótin.

Eyþór Arnalds um braggann: „Sjaldan er ein báran stök“

Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs.

Ísland ekki of lítið til að bregðast við flóttamannavandanum

Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi.

Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið

Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið.

Einn í farbann og annar áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum mannanna þriggja sem sætt hafa gæsluvarðhaldi síðan um helgina, grunaðir um aðild að vinnumansali.

Íslendingar kaupa fasteignir á Spáni fyrir milljónir evra

Íslendingar hafa keypt fasteignir á Spáni fyrir milljónir evra undanfarin tvö ár. Á síðasta ári keyptu Íslendingar fleiri fasteignir en nokkur önnur þjóð hjá fasteignasölu sem starfar um alla Evrópu og stefnir í met annað árið í röð.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.