Textahöfundur

Elín Albertsdóttir

Elín skrifar í Fólk og sérblöð í Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ariana nýtur lífsins á ný

Söngkonan Ariana Grande er komin á fullt aftur eftir að hafa dregið úr tónleikahaldi í kjölfar hryðjuverkaárásar í Manchester í fyrra. Þar féllu 23 ungmenni sem hlýddu á söngkonuna á risatónleikum.

Allt getur verið fyndið í réttu samhengi

Steindór Grétar Jónsson vann sem sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu þegar hann ákvað að söðla um og flytja til Berlínar þar sem hann kemur fram á grínklúbbnum Comedy Café Berlin með alþjóðlegum hópi grínista.

Getur pillan valdið depurð?

Samkvæmt víðtækri sænskri rannsókn geta stúlkur sem byrja að taka inn p-pill­una eða aðrar hormónagetnaðarvarnir á unglingsárum fundið fyrir þunglyndi eða depurð og eru í meiri hættu á að fá einhvers konar geðraskanir.

Með landsliðinu á heimaslóðir

Landsliðið í knattspyrnu fer úr landi á morgun og mun koma sér fyrir á hótelinu Nadezhda sem er í fallegum strandbæ við Svartahafið. Bærinn er í Krasnodar-fylki en þaðan er annar matreiðslumaður landsliðsins, Kirill Ter-Martirosov, sem er þegar farinn þangað.

Úr pólitík í meiraprófið

Karl Tómasson er ekki bara þekktur sem trommuleikari Gildrunnar, hann er einnig fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Karl tekur ýmsa snúninga í lífinu því einn daginn ákvað hann að fara í meirapróf og gerast rútubílstjóri. Núna er hann að leggja lokahönd á nýjan hljómdisk.

Sagði sykursýki stríð á hendur

Fanney Sizemore, myndskreytir og leikmunavörður í Borgarleikhúsinu, ákvað að taka mataræði sitt í gegn þegar hún greindist með sykursýki 2. Hún hefur náð ótrúlegum árangri í baráttu sinni við sjúkdóminn.

Bíllaus lífsstíll í stað líkamsræktar

Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona lifir bíllausu lífi þótt það sé ekki meðvituð ákvörðun. Hún gengur eða hjólar til og frá vinnu daglega allan ársins hring. Á meðan hlustar hún á hljóðbækur.

Amish fólkið lifir lengur

Samkvæmt nýrri rannsókn er Amish fólkið í Bandaríkjunum heilsubetra þegar það eldist en aðrir Bandaríkjamenn. Amish fólkið á mun síður hættu á að fá hjartasjúkdóma, krabbamein og sykursýki en aðrir og ofþyngd er nánast óþekkt fyrirbæri. Nútímaþægindi eru hins vegar bönnuð.

Á safn af glitrandi kjólum

Það er varla settur upp sá viðburður að söngkonan Alma Rut komi ekki þar fram. Hún er þéttbókuð og hefur sungið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins. Nýlega kom hún fram með Jóhönnu Guðrúnu í Salnum í Kópavogi.

Hélt ég myndi deyja úr sorg

Þórunn Erna Clausen var hætt komin þegar hún fékk blóðtappa við heila 17. júní 2009. Átján mánuðum síðar lést eiginmaður hennar snögglega þegar æðagúlpur við heila sprakk. Þessi átakanlega lífsreynsla hefur kennt Þórunni að lífið er ekki sjálfgefið. Í dag er hún heilbrigð og nýtur lífsins.

Sjá meira