fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bára gæti fengið háa sekt

Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega.

Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu

Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana.

Formaður Öryrkjabandalagsins sakar stjórnvöld um ruddalega framkomu

Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð.

Segir Fossvogskirkju stefna í gröfina sökum fjárskorts

Formaður Kirkjugarðasambands Íslands segir að það vanti um 500 milljónir uppá rekstur kirkjugarða hér á landi og þær 50 milljónir sem fjárlaganefnd leggur til að renni til kirkjugarðanna sé skammgóður vermir.

Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir

Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra.

Tvær fjöldagrafir í Hólavallagarði vegna spænsku veikinnar

Hundrað ár eru síðan spænska veikin náði hámarki sínu í Reykjavík en hátt í fimm hundruð manns létust vegna hennar. Af þeim eru næstum þrjúhundruð grafnir í Hólavallagarði. Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir líklegt að svo alvarleg flensa komi aftur upp og mikilvægt að hafa viðbragðsáætlun.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.