Fréttamaður

Anton Egilsson

Anton er fréttamaður á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Halldór stefnir ótrauður á oddvitasætið

Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segist stefna ótrauður á odvvitasætið fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Dwayne Johnson og Tom Hanks hyggjast bjóða sig fram í næstu forsetakosningum

Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson stjórnaði þættinum Saturday Night Live á NBC sjónvarpsstöðinni um helgina en í þættinum kvaðst hann ætla að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna í næstu kosningum sem fram fara árið 2020. Johnson sagðist þá vilja fá leikarann Tom Hanks með sér sem varaforseta og tók Hanks vel í þá hugmynd.

Trudeau brá á leik með prúðbúnum menntaskólanemum

Hópi prúðbúinna menntaskólanema á leið á lokaball í borginni Vancouver í Kanada brá heldur betur í brún þegar Justin Trudeau forsætisráðherra landsins kom skokkandi fram hjá þeim í gærkvöldi.

Talíbanar myrtu þýska konu í árás á sænskt gistiheimili

Vopnaðir talíbanar réðust inn á gistiheimili í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi og myrtu þar þýska konu. Þá er finnskrar konu saknað en talið er að hún hafi verið numin á brott af árásarmönnunum. BBC greinir frá.

Flokksþingi Framsóknarflokksins flýtt

Það var niðurstaða vorfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fram fór í dag að flýta flokksþingi og verður það haldið í síðasta lagi um miðjan janúar á næsta ári.

Systkini Prince erfa auðævi hans

Ein alsystir og fimm hálfsystkini bandaríska söngvarans Prince koma til með að erfa auðævi hans sem eru talin nema allt að 200 milljónum Bandaríkjadollara.