Innlent

Starfsfólk Ásgarðs gaf Barnaspítalanum tréleikföng

Atli Ísleifsson skrifar
Starfsfólk á handverkstæðinu Ásgarði færði Barnaspítalanum tréleikföng. Sigurbjörn Guðmundsson og Ingþór S. Ísleifsson. Með þeim er Sigurbjörg A. Guttormsdóttir og ungur sjúklingur, Ríkarður Valur.
Starfsfólk á handverkstæðinu Ásgarði færði Barnaspítalanum tréleikföng. Sigurbjörn Guðmundsson og Ingþór S. Ísleifsson. Með þeim er Sigurbjörg A. Guttormsdóttir og ungur sjúklingur, Ríkarður Valur. Vísir/Landspítalinn
Starfsfólk Ásgarðs í Mosfellsbæ hafa sérsmíðað dúkkuhús, kisuhurðastoppara, dúkkuvagn og fleira og fært Barnaspítala Hringsins að gjöf.

Í tilkynningu frá Landspítala segir að þetta séu vönduð og sterk leikföng fyrir breiðan aldur barna.  „Fulltrúar gefanda afhentu leikföngin í leikstofunni á Barnaspítala Hringsins 27. nóvember 2014.“

Handverkstæðið Ásgarður var stofnað 1993 og hefur starfsleyfi frá velferðarráðuneyti sem verndaður vinnustaður. Þar starfa nú þrjátíu þroskahamlaðir einstaklingar ásamt sjö leiðbeinendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×