Viðskipti erlent

Star Wars stiklan bætti 300 milljörðum við virði Disney

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hlutabréf í Disney hækkuðu um eitt prósent eftir að ný stikla fyrir Star Wars 7 var frumsýnd.
Hlutabréf í Disney hækkuðu um eitt prósent eftir að ný stikla fyrir Star Wars 7 var frumsýnd.
Markaðsvirði Disney hækkaði um tvo milljarða dala eftir að ný stikla fyrir Star Wars 7 var frumsýnd í vikunni. Hækkunin er jafnvirði 273 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfaverð hækkaði um eitt prósent, í 108.30 dali á hlut. Frá þessu segir Business Insider.

Myndin er sú fyrsta sem framleidd er undir merkjum Disney eftir að fyrirtækið keypti réttinn af Stjörnustríðsbálkinum. Beðið er eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu og kvikmyndirnar eiga sér sérstakan stað í hjörtum margra – meðal annars fjárfesta virðist vera.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×