Bíó og sjónvarp

Star Wars halar inn milljarð á tólf dögum

John Boyega og Daisy Ridley í hlutverkum sínum sem Finn og Rey í The Force Awakens.
John Boyega og Daisy Ridley í hlutverkum sínum sem Finn og Rey í The Force Awakens. Vísir/Youtube
Nýjasta myndin í Star Wars sagnabálkinum hefur slegið enn eitt metið. Á sunnudag hafði myndin, sem er sú sjöunda í röðinni, halað inn einn milljarð bandaríkjadala.

Engin mynd hefur náð slíkri sölu á svo skömmum tíma en aðeins voru tólf dagar liðnir frá því hún var frumsýnd og þar til metið féll. Gamla metið, sem var tólf dagar, var raunar nýlegt, því það var sett í júní með myndinni Jurassic World. Þar að auki hjálpaði hinn gríðarstóri markaður í Kína Jurassic World, en Star Wars verður ekki frumsýnd þar í landi fyrr en þann níunda janúar.

Stjörnustríð sló einnig annað met um jólin, þegar rétt tæpar fimmtíu milljónir dollara komu í kassann á jóladag í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×