Bíó og sjónvarp

Star Wars átti að hefjast á afskorinni hendi Luke Skywalker fljótandi í geimnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta hefur verið sárt.
Þetta hefur verið sárt. Mynd/Lucas Films
„Ég get sagt ykkur það að upphafsskotið í The Force Awakens átti að vera af afskorinni hendi haldandi á geislasverði fljótandi í geimnum,“ sagði leikarinn Mark Hamill þegar hann svaraði spurningum áhorfenda fyrir breska dagblaðið The Sun sem birt var í dag.

Eitt frægasta atriði kvikmyndasögunnar er það þegar Darth Vader skar höndina af Luke Skywalker í ævintýralegum bardaga þeirra í The Empire Strikes Back sem kom út árið 1980.

Sagði Hamill, sem leikur Skywalker að markmiðið hafi verið að geislasverðið myndi falla í átt að plánetunin Jakku þar sem geimvera tekur upp sverðið. Síðan myndi myndin hefjast á sama hátt og upphafsatriði myndarinnar er í dag. Sjá má Hamil ræða þetta og fleira í myndbandinu hér fyrir neðan.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×