Bíó og sjónvarp

Star Wars: Atriðin sem voru í stiklunum en ekki í myndinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Geislasverðið sem vakti mikla athygli.
Geislasverðið sem vakti mikla athygli.
Hér að neðan verður fjallað um Star Wars: The Force Awakens. Sérstaklega nokkur atriði úr myndinni. Ef þú ert ekki búinn að sjá myndina og vilt ekki vita meira um söguþráð hennar, ekki lesa meira.

Síðasti séns.

Margir af þeim sem séð hafa kvikmyndina Star Wars: The Force Awakens tóku eftir því að nokkur atriði sem sýnd voru í stiklunum áður en myndin var gefin út. Sáust ekki í myndinni sjálfri. Leikstjórinn J.J. Abrams hefur nú sagt að hann hafi ekki ætlað sér að draga aðdáendur á asnaeyrunum, heldur hafi myndin einfaldlega ekki verið fullkláruð þegar stiklurnar voru birtar.

Í viðtali við AP fréttaveitunna fór Abrams yfir nokkur af þessum atriðum. Fyrsta atriðið sem tekið er fyrir vakti mikla athygli þegar fyrsta stiklan var birt.

Sjá einnig: Aðdáendur gráta yfir nýjustu stiklu The Force Awakens

Í því atriði má sjá skúrk myndarinnar, Kylo ren beita nýstárlegu geislaverði sínu. Aðdáendur voru mishrifnir af sverðinu þegar það sást fyrst, en umrætt atriði var ekki í myndinni.

Annað atriði sem var í stiklunum var þegar Maz Kanata rétti annarri konu geislaverð Luke Skywalker. Í myndinni lét hún þó Finn fá sverðið. Abrams segir að upprunalega hafi Maz farið til höfuðstöðva uppreisnarinnar eftir að bar hennar varð að rústum einum og lét hún Leiu fá sverðið. Það atriði hafi þó verið klippt út úr myndinni.

Fleiri atriði sem komust ekki í myndina voru til dæmis þegar Rey fór inn í flak af geimskipi á Jakku og svo heyrðist Rödd Mark Hamill í einnistiklunni. Abrams segir að það hafi aldrei staðið til að hann myndi segja eitt orð í þessari mynd. Það hafi einungis verið gert fyrir stiklurnar.

Opinber myndbönd frá Force Awakens má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×