Erlent

Stálu fartölvu frá starfsmanni CIA

Donald Trump á sínum eigin heimavelli, Trump turninum. Fréttablaðið/EPA
Donald Trump á sínum eigin heimavelli, Trump turninum. Fréttablaðið/EPA
Bandaríkin Fartölvu eins starfsmanns CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, var stolið úr bíl hans í New York á fimmtudag. Þetta hefur CIA staðfest. Á tölvunni má finna teikningar af Trump Tower í New York og aðrar viðkvæmar upplýsingar sem þó voru dulkóðaðar. ABC greindi frá því að á tölvunni væru gögn sem tengdust rannsókn á notkun Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrata, á einkatölvupóstþjóni. Lögreglan í New York fer nú yfir ógrynni upptaka úr öryggismyndavélum fyrirtækja sem eru til húsa nálægt vettvangi glæpsins. Dulkóðunin á efni tölvunnar er þó afar öflug. Í tilkynningu CIA segir að hún sé í mörgum lögum. Meðal annars sé allur harði diskur tölvunnar dulkóðaður. Þá eru engar upplýsingar á tölvunni sem varða þjóðaröryggi eða teljast hernaðarleyndarmál. – þea


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×