Innlent

Stal vegna hungurs

Gissur Sigurðsson skrifar
Manninum var sleppt eftir að hafa lofað að fara beint í háttinn.
Manninum var sleppt eftir að hafa lofað að fara beint í háttinn. Vísir/Hari
Karlmaður var handtekinn vegna þjófnaðar í matvöruverslun í miðborginni um klukkan hálf tvö í nótt og gaf hann þá skýringu á athæfi sínu að hafa verið orðinn mjög svangur.

Honum var sleppt eftir að hafa lofað að fara beint í háttinn. Skömmu síðar var tilkynnt um karlmann sem var að stela áfengi á veitingastað skammt frá lögreglustöðinni.

Þar reyndist sami maður á ferð og í matvöruversluninni, en nú var þolinmæði lögreglunnar á þrotum, sem stakk honum í steininn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×