Innlent

Stal ölvuð af sjúkrastofu á Landakotsspítala

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Konan var í annarlegu ástandi þegar hún stal frá sjúklingi á Landakotsspítala.
Konan var í annarlegu ástandi þegar hún stal frá sjúklingi á Landakotsspítala. vísir/vilhelm
Kona á sextugsaldri var undir lok síðasta mánaðar dæmd í tíu mánaða fangelsi fyrir þjófnaði, nytjastuld og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni.

Konan fór meðal annars inn í sjúkrastofu á Landakotsspítala í september 2015 og stal þaðan veski sjúklings sem lá á spítalanum. Reyndi hún að taka út fjármuni af korti sjúklingsins en auðkennislykill og lykilorð sjúklingsins voru einnig í veskinu. Þar voru einnig húslyklar sem hin sakfellda notaði til að brjótast inn í íbúð sjúklingsins og stela þaðan víni.

Þá var konan einnig sakfelld fyrir að stela tölvu og tölvuskjá úr móttöku hótels, fyrir að hafa brotist inn í íbúð á Lindargötu og haft þaðan á brott töskur, fatnað, vegabréf, gjaldeyri, fartölvu og titara. Þá stal hún lyklum að bílaleigubíl og ók honum á brott.

Með brotum sínum rauf konan skilorð eldri dóms. Ekki þótti unnt að skilorðsbinda refsinguna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×