Innlent

Stal bíl, skipti um númeraplötur og ók undir áhrifum amfetamíns

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn skipti um númeraplötur svo ekki myndi komast upp um hann.
Maðurinn skipti um númeraplötur svo ekki myndi komast upp um hann. VÍSIR/GETTY
Þingfesting fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli tvítugs manns sem ákærður er fyrir fimm hegningar- og umferðarlagabrot á liðnu ári.

Maðurinn var alls fjórum sinnum stöðvaður af lögreglu frá því í nóvember í fyrra þegar hann var óhæfur og ófær um að stjórna bifreiðinni sem hann ók , „örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja“. Í öllum tilfellum mældist umtalsvert magn af amfetamíni í blóð hans ásamt öðrum efnum í snefilmagni, til að mynda MDMA, Nítrazepam, Pregabalin og tetrahýdrókannabínól.

Þá tók hann bíl ófrjálsri hendi í Grafarvogi undir lok síðasta árs og ók henni undir áhrifum amfetamíns. Þá fannst tóbaksblandað kannabis og amfetamín í fórum hans og á var hann alls sviptur ökuréttinum fjórum sinnum á tímabilinu sem um ræðir.

Hinum tvítuga Grafarvogsbúa er einnig gefið að sök að hafa, undir áhrifum amfetamíns og MDMA, skipt um númerplötur á bíl sínum í maí síðastliðnum áður en hann settist undir stýri og ók um Laugardalinn.

Þá var einnig sviptur ökuréttindum fyrir að hafa ekið á 113 kílómetra hraða á klukkustund suður Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.

Maðurinn var aldrei stöðvaður tvisvar sinnum á sömu bifreiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×