Innlent

Stæði verða gjaldskyld vegna fleiri íbúa

Sæunn Gísladóttir skrifar
Til stendur að gera bílastæðin í Brautarholti, Skipholti og næsta nágrenni gjaldskyld.

Fram kemur í bréfi Reykjavíkurborgar til íbúa að töluverðar byggingaframkvæmdir séu á svæðinu með allmikilli fjölgun íbúa í nágrenninu. Tilgangurinn með gjaldskyldunni sé meðal annars að skapa aukið svigrúm fyrir bifreiðar íbúa. Reynslan sýni að með gjaldskyldu sé hægt að hafa veruleg áhrif á hverjir nota tiltekin bílastæði og í hvaða tilgangi.

Gjaldskyldan hefur ekki áhrif á íbúa með lögheimili við götu þar sem bílastæði eru gjaldskyld ef þeir eru ekki með bílastæði á lóð sinni. Þeir eiga þess kost að sækja um bílastæðakort íbúa. Þau veita heimild til að leggja einni bifreið án endurgjalds í gjaldskyld bílastæði innan þess svæðis sem íbúakortið tekur til. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×