Innlent

Staðfestir ofbeldi á Kópavogshæli

Snærós Sindradóttir skrifar
Útiskemmtun við Kópavogshæli.
Útiskemmtun við Kópavogshæli.
Viðbótarskýrsla vistheimilanefndar um Kópavogshæli, styður fyrri niðurstöðu nefndarinnar að þar hafi börn með fötlun verið beitt ofbeldi og vanrækt alvarlega. Fyrri skýrsla nefndarinnar var kynnt 7. febrúar síðastliðinn og dró upp svarta mynd af ástandinu á hælinu, á meðan það var rekið.

Ástæðan fyrir viðbótarskýrslunni var sú að eftir útgáfu skýrslunnar kom í ljós að nefndin hafði ekki haft undir höndum allar sjúkraskýrslur barna sem á hælinu voru vistuð. Þegar rannsókn nefndarinnar hófst fékk hún samtals 27 kassa af sjúkraskýrslum 628 einstaklinga en eftirgrennslan í kjölfar útkomu skýrslunnar leiddi í ljós að skýrslur 46 einstaklinga höfðu ekki fylgt með en voru til og aðgengilegar hjá Landspítalanum.

Upplýsingar í sjúkraskránum 46 eru sambærilegar því sem var í fyrri rannsókn og benda til vanrækslu barna. Viðbótargögnin breyta því ekki niðurstöðu nefndarinnar og þeim ályktunum sem dregnar hafa verið. Unnið er nú að því að ákvarða bætur fyrir þá einstaklinga sem enn eru á lífi og voru vistaðir á Kópavogshæli sem börn. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×