Íslenski boltinn

Staða Bjarna hjá KR óbreytt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR.
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. vísir/stefán
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að staða Bjarna Guðjónssonar, þjálfara liðsins, sé óbreytt.

KR féll óvænt úr leik í 32-liða úrslitum Borgunarbikar karla er liðið tapaði fyrir Selfyssingum, 2-1, í framlengdum leik í fyrrakvöld. KR er í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar með sex stig eftir fimm leiki.

Sjá einnig: Bjarni með bakið upp við vegg og mætir næst Valsmönnum sem elska Frostaskjól

Kristinn sagði í samtali við Vísi í morgun að eina verkefni KR-inga nú væri að ná góðum úrslitum í leiknum gegn Val í Pepsi-deild karla á sunnudag.

Hann segir að stjórn knattspyrnudeildar hafi ekki íhugað stöðu Bjarna sérstaklega í ljósi úrslitanna síðustu vikur.

„Nei, það er svo sem ekkert annað að segja eftir leikinn gegn Selfossi að nú er bara eitt verkefni fyrir höndum - það er að ná góðum leik gegn Val.“

„Það verður gríðarlega mikilvægur leikur fyrir KR.“


Tengdar fréttir

KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár

KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×