Innlent

Spyr um ættleiðingar á munaðarlausum börnum úr flóttamannabúðum

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Jóhanna María Sigmundsdóttir. Vísir/GVA

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur beint fyrirspurn til innanríkisráðherra um ættleiðingar á munaðarlausum börnum úr flóttamannabúðum.

Jóhanna María spyr um hvernig fyrirkomulagið sé á því ef einstaklingur vill ættleiða munaðarlaust barn úr flóttamannabúðum og hvort önnur ríki hafi komið á ákveðnu fyrirkomulagi í þessum efnum.

Þingmaðurinn spyr jafnframt hvort ráðherra hafi skoðað möguleika á því að Íslendingar ættleiði börn frá svæðum sem flóttamenn koma frá á næstu mánuðum og hvort hann hyggist beita sér fyrir því að auðvelda slíkar ættleiðingar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×