Spyr Illuga hvort rétt sé ađ tekjutengja listamannalaun

 
Innlent
13:23 13. JANÚAR 2016
Fyrir liggur ađ listmannalaunin og fyrirkomulag ţeirra verđa tekin fyrir á ţinginu.
Fyrir liggur ađ listmannalaunin og fyrirkomulag ţeirra verđa tekin fyrir á ţinginu.
skrifar

Haraldur Einarsson þingmaður Framsóknarflokksins er nú að undirbúa fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, í nokkrum liðum en hún snýr að listamannalaunum sem hafa verið mjög til umræðu eftir að gerð var grein fyrir því hverjir fengu úthlutað starfslaunum.

„Þetta virðist vera eitthvað sem þarf að laga og þá sérstaklega fyrir listamennina sjálfa. Þeir sem eru að þiggja þessi laun fyrir vel unnin störf eiga ekki að þurfa að líða fyrir það. Við viljum flest hafa listir og menningu í landinu en eins og einhver listamaðurinn benti á er erfitt að vega það og meta hvern beri að styrkja í þeim efnum. Kannski sitja ekki allir við sama borð. Skattkerfið gæti komið inní til að meira jafnræðis sé gætt, þá milli listamanna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi.

Jafnræðis ekki gætt
Honum sýnist sem svo að ekki sé jafnræðis gætt og stefnir að því að leggja fyrirspurnina fram á morgun, eða í síðasta lagi þegar þing kemur saman í næstu viku.

Fyrirspurnin sem Haraldur hyggst leggja fram er þríþætt. Hún snýr að því hvort hugsanlega hafi stjórnsýslulög verið brotin við úthlutun, þá í tengslum við það að stjórn fagfélagsins velji í úthlutunarnefndina, sem svo deilir styrkjum til stjórnarmanna og félaga þeirra.

Vísir sagði frétt af nákvæmlega þessu í vikunni sem vakti verulega athygli.

Í öðru lagi ætlar Haraldur að spyrja Illuga hvort ekki þurfi að skilgreina betur hvernig styrkirnir eru hugsaðir, hvort til dæmis sé rétt að beina styrkjum til þeirra sem sérstaklega beina skrifum sínum að markaðinum leynt og ljóst, sem slíkum?

Í þriðja lagi þá hvort ekki geti verið rétt að tekjutengja listmannalaun?

Vill höggva á kergjuhnúta
„Já, og þá í fjórða lagi hvort ráðherra hyggst beita sér fyrir breytingum á þessu fyrirkomulagi, til að ná sátt um þessar úthlutanir,“ segir Haraldur og telur fulla ástæðu til að reyna að finna einhverja lausn sem gæti orðið til að slá á þá kergju sem gjarnan sprettur upp árlega þegar gerð er grein fyrir þessum úthlutunum.

Haraldur segir það kannski annað mál, en hann stefnir einnig að því að skoða sérstaklega heiðurslaun listamanna en hann telur fulla ástæðu til að gera breytingar á því fyrirkomulagi, einnig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Spyr Illuga hvort rétt sé ađ tekjutengja listamannalaun
Fara efst