Enski boltinn

Spurningum um sýningarrétt 365 á enska boltanum svarað

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney verða oft á dagskrá í vetur.
Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney verða oft á dagskrá í vetur. vísir/getty
Umræða hefur skapast um fjölda beinna útsendinga Stöðvar 2 Sports frá enska boltanum á næsta tímabili og hvernig sýningarrétt 365 er háttað eftir að fyrirtækið tryggði sér vinsælustu deild heims í þrjú ár til viðbótar.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, aðstoðarritstjóri íþróttadeildar 365, útskýrir málið í pistli á Vísi í dag þar sem kemur fram að ekki er lengur hægt að sýna nema einn leik í beinni útsendingu á laugardögum klukkan 15.00.

Undanfarin ár hefur 365 verið einn af örfáum sýningaraðilum í Evrópu sem hefur fengið undanþágu til að sýna alla leikina en það er ekki í boði lengur. Er það hluti af baráttu deildarinnar gegn ólöglegu streymi frá leikjum úr enska boltanum.

„Hafa ber þó í huga að það verður meiri dreifing á leikjum á í hverri umferð en áður. Nú er sú nýjung að fjöldi leikja verða á dagskrá á föstudagskvöldum og oft verða einnig leikir á mánudagskvöldum. Sem fyrr eru þrír leiktímar á laugardögum (12.30, 15.00 og 17.30) og tveir á sunnudögum (13.30 og 16.00),“ segir í pistlinum.

Leikir úr ensku úrvalsdeildinni verða einnig gerðir upp að vanda í Messunni á Stöð 2 Sport, sem verður með nýju sniði í ár. Hún verður nú á sunnudögum og hefst með upphitun fyrir fyrsta leik og lýkur með uppgjöri eftir síðasta leik sunnudags.

Pistilinn má lesa í heild sinni hérna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×