Erlent

Spurningar vakna um byggingar á Ítalíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Jarðskjálftavirkni er mikil þar og á síðustu 40 árum hafa átta mannskæðir jarðskjálftar átt sér stað.
Jarðskjálftavirkni er mikil þar og á síðustu 40 árum hafa átta mannskæðir jarðskjálftar átt sér stað. Vísir/AFP
Minnst 267 eru látnir eftir að 6,2 stiga jarðskjálfti varð á Ítalíu á miðvikudaginn. Heilu þorpin eru nánast rústir einar og hafa spurningar vaknað varðandi byggingar á Ítalíu. Jarðskjálftavirkni er mikil þar og á síðustu 40 árum hafa átta mannskæðir jarðskjálftar átt sér stað.

Fyrir um sjö árum síðan dóu rúmlega 300 manns í jarðskjálfta á sama svæði.

Sérfræðingar áætla að um 70 prósent bygginga á Ítalíu séu ekki byggðar samkvæmt byggingarreglugerðum varðandi jarðskjálfta. Þá eigi reglugerðirnar ekki við varðandi endurbætur á gömlum húsum og eru hundsaðar við byggingar nýrra húsa.

Guardian tekur klukkuturninn í Amatrice sem dæmi. Hann var byggður á þrettándu öld, en stóð jarðskjálftan af sér. Við hlið turnsins var skóli sem endurbættur árið 2012, en hann hrundi. Skólinn átti að hafa verið endurbættur með jarðskjálfta í huga.

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur kallað eftir átaki hjá þjóðinni varðandi byggingu nýrra húsa sem eiga að standa jarðskjálfta af sér. Hann sagði Ítala verða að „hugsa út fyrir það neyðarástand sem nú ríkir. Það er þörf á stærri áætlun og við munum gera hana saman.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×