Enski boltinn

Spreyið verður notað í ensku úrvalsdeildinni í vetur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að dómarar deildarinnar munu hafa í vetur í leikjum sérstakt sprey til þess að merkja hvar varnarveggur eigi að vera.

Spreyið var í fyrsta sinn notað á HM í sumar og var almenn ánægja með árangur þess á mótinu.

Spreyið er notað til þess að gera línu fyrir staðsetningu á varnarveggjum ásamt því að láta vita hvar aukaspyrnur ættu að vera teknar. Spreyið hverfur síðan af vellinum skömmu eftir að það er notað.

Spreyið hefur verið notað í Suður-Ameríku undanfarin ár og virðist vera að ryðja sér til rúms en spænska úrvalsdeildin tilkynnti á dögunum að dómarar deildarinnar myndu bera slíkt sprey á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×