Erlent

Sprenging nærri heimili fyrir hælisleitendur í Bæjaralandi

Atli Ísleifsson skrifar
Þeir sem komu töskunni fyrir eiga að hafa að flúið frá vettvangi.
Þeir sem komu töskunni fyrir eiga að hafa að flúið frá vettvangi. Vísir/Getty
Sprenging hefur orðið nærri móttöku og heimili fyrir hælisleitendur í bænum Zirndorf, vestur af Nürnberg, í Bæjaralandi. Bayern Rundfunk greinir frá þessu á vef sínum, og segir lögreglu hafa verið kallaða á staðinn.

Að sögn sprakk ferðataska sem hafði verið fyllt af úðabrúsum. Að sögn þýskra fjölmiðla særðist enginn í sprengingunni.

Þeir sem komu töskunni fyrir eiga að hafa að flúið frá vettvangi.

Málefni hælisleitenda og flóttafólks hafa verið mikið í umræðunni í Þýskalandi að undanförnu í kjölfar grófra ofbeldisverk nokkurra hælisleitenda undanfarnar vikur.


Tengdar fréttir

Félagar Merkel snúast gegn henni

Gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda í Þýskalandi undanfarnar vikur hafa enn á ný ýtt undir umræðu um flóttafólk. Áhrifamenn í systurflokkunum CSU og CDU kenna Merkel um ástandið. Aðrir vara þó við því að kynda upp í æsingavélinni eina ferðina enn.

Fjórða árásin í Þýskalandi á tæpri viku

Í þessum mánuði hefur óvenju mikið verið um skotárásir og fjöldamorð í Evrópu og Bandaríkjunum. Sumir árásarmannanna hafa litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×