Innlent

Sprengjusveitin kölluð út vegna sprengjuvörpu við Hafravatn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Útivistarfólk fann torkennilegan mun á göngu sinni við Hafravatn.
Útivistarfólk fann torkennilegan mun á göngu sinni við Hafravatn. vísir/valli
Kallaðir voru út sérfræðingar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar í gær eftir að tilkynning barst um torkennilegan mun við Hafravatn. Um sprengju úr sprengjuvörpu var að ræða og var hún gerð óvirk á staðnum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Telur hún að sprengjan sé frá tímum seinni heimstyrjaldar, en æfingar á slíkum hernaðartækjum fóru fram víða um höfuðborgarsvæðið fyrir og eftir stríð. Lögregla minnir því á mikilvægi þess að kalla lögreglu strax til, finni það muni sem gætu verið hernaðargögn eða sprengiefni því óvarleg meðhöndlun á slíku getur orðið afdráttarrík. 

Í gær fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu útkall þar sem útivistarfólk hafði fundið torkennilegan mun á göngu sinni við...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 24. apríl 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×