Erlent

Sprengjusveit ræst út í Manchester

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregluþjónar stóðu vaktina í Manchester í gær.
Lögregluþjónar stóðu vaktina í Manchester í gær. Vísir/AFP
Mikill viðbúnaður lögreglu er nú við Linby-götu í Hulme í Manchester. Sprengjusveit hefur verið send á vettvang vegna „atviks.“ Búið er að loka götum í grennd við skólann. Að sögn yfirvalda er lögregla nú að „meta stöðuna.“ Í frétt Guardian kemur fram að engin hætta sé lengur á ferðum og að grunsamlegur pakki hafi verið fjarlægður.

Fréttastofa BBC hefur ekki fengið staðfest hvort aðgerðir lögreglu við skólann tengist sprengjuárásinni í Manchester síðastliðið mánudagskvöld, þar sem 22 létu lífið.

Samkvæmt Guardian fylgdi lögregla einum manni, sem hafði hendur á höfði sér, á brott eftir áhlaup á fjölbýlishús á svæðinu nú rétt í þessu.

Forsætisráðherra Bretlands, Teresa May, hvetur almenning til að vera á varðbergi.

Hér má sjá tilkynningu frá lögregluyfirvöldum á svæðinu vegna málsins:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×