Erlent

Sprengjum enn varpað á sjúkrahús

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þúsundir heimila á Gaza eru nú rústin ein.
Þúsundir heimila á Gaza eru nú rústin ein. vísir/afp
Fjórir hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir að Ísraelsher varpaði sprengjum á al-Aqsa Martys sjúkrahúsið í Deir al-Balah á Gaza í dag. Starfsmenn spítalans eru á meðal hinna særðu, en mikill skortur er á allri heilbrigðisþjónustu og hrópa Palestínumenn eftir aðstoð frá alþjóðasamtökum.

Þetta er í fjórða sinn sem sprengjum er varpað á spítala á Gaza svæðinu síðan átök hófust fyrir tæpum tveimur vikum.

Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna hafa stigmagnast frá degi til dags. Hundruð sprengja skekja landssvæðið á hverri mínútu sem líður og var gærdagurinn sá blóðugasti síðan átök hófust. Yfir hundrað Palestínumenn féllu í gær, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa tuttugu Ísraelar, tveir þeirra óbreyttir borgarar fallið í átökunum.

Á sjötta hundrað eru látnir og yfir þrjú þúsund eru særðir. Stór hluti svæðisins er rafmagnslaus og eru þúsundir á vergangi, en um áttatíu og fimm þúsund manns hafa leitað skjóls í flóttamannamiðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×