Erlent

Sprengju kastað í bandarískt sendiráð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan var með töluverðan viðbúnað eftir árásina.
Lögreglan var með töluverðan viðbúnað eftir árásina. Vísir/EPA
Sprengja sprakk við bandaríska sendiráðið í Svartfjallalandi í nótt. Fram kemur í tísti svarfellskra stjórnvalda að vegfarandi hafi kastað einhvers konar sprengjubúnaði að sendiráðinu í höfuðborginni Podgorica áður en hann svipti sig lífi.

Enginn slasaðist innandyra að sögn breska ríkisútvarpsins.

Ekki hafa verið borin kennsl á manninn, ekki frekar en gerð sprengjunnar sem var kastað. Stjórnvöld telja þó að um handsprengju hafi líkilega verið að ræða.

Árásin er sögð hafa átt sér stað upp úr miðnætti að staðartíma en bandaríska sendiráðið hefur síðan þá gefið út viðvörun þar sem fólk er hvatt til að halda sig frá byggingunni.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en ekki er vitað hvað vakti fyrir árásarmanninum á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×