Erlent

Sprengjan reyndist vekjaraklukka

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Konan segir ákæruna vera fáránlega.
Konan segir ákæruna vera fáránlega. Vísir/Getty
Bandarísk kona á sextugsaldri hefur verið ákærð fyrir að hafa í vörslu sinni hlut sem líktist sprengju og var til þess fallinn að skapa ótta. Konan segir ákæruna vera fáránlega.

Konan, Daphne Page, var handtekin í smábænum Short Pump í Virginíu. Vegfarandi sá hlut í bíl hennar sem líktist sprengju og hringdi í lögregluna. Sprengjusveit mætti á svæðið og notaði fjarstýrt vélmenni til að færa hlutinn úr bifreiðinni.

Page segir hins vegar að um sé að ræða vekjaraklukku sem lítur út fyrir að vera gamalsdags sprengja. Hún hafi keypt klukkuna á einn dollara á skransölu. Um augljósa eftirlíkingu væri að ræða og ótrúlegt væri að hún hefði hrætt einhvern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×