Erlent

Sprengjan reyndist hljómflutningstæki

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Engin sprengja reyndist vera í mannlausri bifreið við Tívolíið í Kaupmannahöfn og hefur sprengjuviðvörunin því verið afturkölluð.

Í ljós kom að svarti kassinn í sæti bifreiðarinnar var hljómflutningstæki. Eigandinn hafði sjálfur samband við lögreglu og gerði grein fyrir málinu. Maðurinn segist sjálfur ekki hafa lagt bifreiðinni heldur hafði það verið skyldmenni hans, en maðurinn stendur samt sem áður frammi fyrir kæru þar sem ekki er leyfilegt að leggja bifreið á þessu svæði.

Lögreglan í Kaupmannahöfn rýmdi stórt svæði í gær vegna gruns um bílasprengju og var stórt svæði girt af á meðan bíllinn var rannsakaður. Bíllinn var skráður á pólsk númer en það sem vakti grunsemdir voru vírar eða leiðslur sem stóðu út úr bílnum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×