Fótbolti

Sprengja sprakk fyrir utan heimili fótboltadómara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty
Það ekkert draumastarf að vera fótboltadómari á Kýpur og nýjasta dæmið um það er að sprengja sprakk fyrir utan heimili eins dómarans í morgun.

Þetta er enn eitt dæmið um hótanir og árásir á fótboltadómara og fjölskyldur þeirra á Kýpur en knattspyrnuhreyfingin hefur verið í miklum vandræðum með taka á þessu stóra vandamáli í landinu.

Umræddur fótboltadómari er 38 ára gamall og hann dæmir í efstu deild á Kýpur. Hann og fjölskyldan hans sluppu ómeidd en bíll konunnar skemmdist mikið.

Bílnum var lagt fyrir utan heimili þeirra á Larnaca en rörasprengjan var sett á framrúðu bílsins. Það urðu einnig skemmdir á húsi nágrannans.

Dómarar á Kýpur íhuga nú aðgerðir til að krefjast úrbóta og það kemur til greina að neita að dæma leikina sem eiga að fara fram um helgina.

Sprengja sprakk fyrir utan heimili móður dómara í janúarmánuði og önnur sprengja skemmdi höfuðstöðvar dómarasambandsins í október 2014. Dómararnir fóru í vikuverkfall í janúar en það virðist ekki hafa haft mikið að segja. Það eina jákvæða við þessi sprengjutilræði er að enginn hefur slasast ennþá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×