Innlent

Sprengja fannst í strætóskýli

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lögreglan kom á vettvang til að fjarlægja sprenguna.
Lögreglan kom á vettvang til að fjarlægja sprenguna. Mynd/Hermann Örn Sigurðarson
Um sjöleytið í kvöld kallaði ungur maður eftir aðstoð lögreglu vegna þess að hann fann sprengju í strætóskýli við Hlíðarveg í Kópavogi.

„Ég fattaði ekki alveg fyrst hvað þetta var, ég tók þetta upp og hélt á þessu, þetta var mjög þungt svo sá ég þráðinn og þá lagði ég þetta frá mér aftur,“ segir Hermann Örn Sigurðarson sem búsettur er í götunni.

Sprengjan sem fannst.Mynd/Hermann Örn Sigurðarson
„Ég ákvað að hringja í lögregluna og láta þá vita af þessu. Ég beið hjá strætóskýlinu þangað til lögreglan kom sem var um rétt rúmlega sjöleytið og spurðu þeir mig út í þetta. Svo fór ég inn og þeir biðu hérna fyrir utan í um tuttugu mínútur, síðan kom sérsveitin og kíkti eitthvað á þetta. En hún fór svo aftur og þá kom sprengjusveitin ásamt sérsveitinni og þeir lokuðu götunni,“ segir Hermann. Götunni var því tímabundið lokað á meðan sprengjan var tekin. Hermann segir lögregluna ekki hafa upplýst sig frekar um málið í framhaldinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er talið að um rörasprengju hafi verið að ræða. Engan sakaði vegna málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×