Erlent

Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín

Atli Ísleifsson skrifar
Sprengjan fannst síðastliðinn föstudag.
Sprengjan fannst síðastliðinn föstudag. Vísir/AFP
Um 20 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í þýsku borginni Köln eftir að sprengja frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar fannst.

Sprengjusérfræðingar vinna nú að því að aftengja sprengjuna, sem er um eitt tonn að þyngd.

Skólum, leikskólum, hjúkrunarheimilum og dýragarðinum í borginni hefur verið lokað, en rýmingin er sú umfangsmesta í borginni allt frá lokum seinna stríðs.

Ekki er óalgengt að gamlar og virkar sprengjur finnist í þýskum borgum.

Sprengjan fannst á framkvæmdasvæði nærri Mülheim-brúnni sem liggur yfir Rínarfljót síðastliðinn föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×